ALGENGAR SPURNINGAR

ALGENGAR SPURNINGAR2023-02-10T11:43:06+00:00

Hér eru algengar spurningar og svör við þeim

Af hverju stendur að handtaska þurfi staðfestingu frá Kristice?2023-01-28T11:45:17+00:00

Handtaskan er þá hluti af Luxe línu Kristice og andvirði hennar er yfir 600.000 kr. Til að geta leigt vöru úr Luxe línu þarf viðskiptavinur að hafa notað þjónustu Kristice að minnsta kosti þrisvar sinnum.

Er aldurstakmark til að leigja?2022-09-22T14:38:04+00:00

Aldurstakmark er 18 ára.

Hvað gerist ef ég týni pokanum utan um töskuna?2023-02-10T11:47:46+00:00

Ef rykpokinn sem verndar töskuna týnist eða er ónýtur er 10.000 kr. gjald innheimt fyrir það. Hver kassi er einnig verðmetinn á 10.000 kr. og hver fylgihlutur hefur sitt eigið gjald samkvæmt verðskrá hvers hönnunarmerkis.

Sjá einnig: Verðskrá.

Get ég leigt út tvær töskur í einu?2022-11-21T10:34:00+00:00

Útleiga miðast við eina tösku á viku.

Hvers vegna er verðmunur á töskum í útleigu?2023-01-26T09:46:27+00:00

Lúxusmerkin sjálf eru misdýr og töskurnar sjálfar kosta mismikið. Leiguverð miðast meðal annars við heildarverðmæti töskunnar.

Hvað gerist ef það verður óhapp hjá aðilanum sem var með töskuna á undan mér?2023-01-26T09:55:58+00:00

Við gerum okkar besta til að vinna úr því. Ef það er ekki mögulegt að leigja út handtöskuna sjálfa munum við reyna að bjóða leigutaka aðra tösku í staðinn, eða endurgreiða leigugjaldið.

Hvað gerist ef ég skila töskunni seint?2023-02-03T13:04:31+00:00

Við verðum að geta treyst á skil á réttum tíma, því næsti viðskiptavinur þarf að fá töskuna í sínar hendur. Fyrir hvern auka dag greiðist sekt upp á 2.500 kr., einnig þarf að greiða leigugjald áfram. Ef handtöskunni er ekki skilað og ekki næst í leigutaka eftir 7 daga má búast við málaferli.

Er hægt að kaupa handtöskurnar?2023-05-16T08:52:41+00:00

Aldrei að vita. Það sakar ekki að senda fyrirspurn á kristice@kristice.is

Er hægt að afbóka?2023-01-26T09:57:45+00:00

Já. Hægt er að afbóka innan 24 tíma frá bókun. Ef afbókað er tveimur vikum fyrir leigutímann fæst 100% endurgreiðsla. Afbókun með styttri fyrirvara gefur 50% endurgreiðslu. Þannig að við hvetjum viðskiptavini að afbóka tímalega.

Get ég leigt út lengur en eina viku?2023-05-16T08:53:32+00:00

Hægt er að senda beiðni á kristice@kristice.is ef handtaskan er laus á fyrirhuguðum tíma.

Eru þetta ekta handtöskur?2023-05-16T08:55:22+00:00

Já svo sannarlega. Kristice töskurnar voru keyptar nýjar frá lúxusvöruversluninni sjálfri, ekki notaðar. Aðrar töskur fara í gegnum sanngildisvottun.

Af hverju að leigja í stað þess að kaupa?2023-05-16T08:58:44+00:00
  • Að vera hluti af þessu æðislega samfélagi er einstakt.
  • Hægt er að halda uppi neysluvenjum og kröfum um þægindi en á umhverfisvænni hátt.
  • Þú hefur aðgang að lúxusvörumerkjum en greiðir brot af kostnaðinum.
  • Í stað þess að fjárfesta í einni tösku, þá hefurðu um fleiri að velja.
  • Margar handtöskur sitja óhreyfðar inni í skáp eigenda sinna. Í þeim tilfellum sem handtaska er lítið notuð væri hagkvæmara að leigja.
  • Fyrir sérstakt tilefni viltu mögulega vera með einstaka handtösku en sérð ekki fyrir þér að nota þessa tilteknu tösku oft. Þar með er betra að leigja.

 

Hvað telst sem alvarlegt tjón?2022-09-22T14:55:55+00:00

Þar á meðal, en takmarkast ekki við:

  • Lykt sem ekki næst úr. T.d: Reykingarlykt, ilmvatn.
  • Blettir að innanverðu. T.d: Blek eftir penna, matarblettir, snyrtivörur.
  • Blettir að utanverðu. T.d: Blek eftir penna, matarblettir, bleyta, litur af gallabuxum.
  • Dældir/rispur að utanverðu.

Sem dæmi um venjulega notkun sem þú þarft ekki að hafa áhyggjur af:

  • Smávægilegar breytingar á lit með tímanum
  • Minniháttar slit á málmi
  • Náttúrulegar hrukkur í leðri
Hvað gerist ef ég veld alvarlegu tjóni?2023-02-10T11:46:07+00:00

Í fyrsta lagi, láttu okkur vita strax!

Ef við getum ekki þrifið eða lagað handtöskuna berð þú ábyrgð á fullu söluverði töskunnar, þar sem við getum ekki boðið næsta viðskiptavini upp á töskuna í þessu ástandi. Sjá einnig: verðskrá.

Ef töskunni er stolið eða hún týnist berð þú líka ábyrgð á fullu söluverði töskunnar. Best er að hafa samband við lögreglu strax og útbúa skýrslu, þar á eftir hafa samband við tryggingafélagið þitt. Við gefum þér aðgang að kvittun svo þú getir unnið með tryggingafélagi þínu ef við á.

Ef atvik gerast ítrekað við leigu þá áskiljum við okkur rétt að hætta öllum viðskiptum við kúnna hvenær sem er.

Title

Go to Top